Jóla jóla

Halloween (Hrollvekjuhátíð? Hryllingshátíð? Hrollvaka? Hryllingsvaka? Hrekkjavaka? man ekki alveg hvað þetta heitir) er ekki komið en samt er jólaskraut komið í glugga. Halloween er rosalegt fyrirbæri. Það er allt appelsínugult og svart í öllum búðum, meira að segja klósettpappír og sokkar. Ég man þegar ég var lítil í Canada, þá söfnuðum við 4 systkinin heilum ruslapokunum af nammi. Fæst af þessu var borðað að mig minnir, kannski rifist um bestu bitana en þeir enduðu í ruslinu svona yfirleitt. Það er til ein mynd af mér í Wonder Woman búningi og mér fannst ég vera æði enda var hún hetjan mín. Hvernig ætli yrði tekið í hollustu hrekkjavökuhátíð? Latabæjarálfurinn gæti verið aðalgaurinn og allir krakkarnir í svoleiðis búningum að safna þurrkuðum ávöxtum, hnetum, eplum, mandarínum og fleiru. Það væri nú gaman :) Veit ekki hvernig börn myndu taka í það reyndar.

Nú er verið að reyna að troða á mann jólapappír í öllum búðum og alls staðar eru innkaupamöppur til að hjálpa manni að versla jólagjafir. Svo sem gott og blessað sko, truflar mig ekki mjög....nema áðan. Ég var að labba eftir Goodge Street í hádeginu og dauðbrá þegar rauðklæddur maður fór allt í einu að syngja og dylla rassinnum. Sá hann bara út undan mér og tók ekki eftir því að þetta var rafmagnsknúinn jólasveinn í fullri stærð. Það á að vara mann við svona. Ég hrekk við, alveg sama þó einhver hvísli bö, hinu megin við götuna. Ég er alltaf annars hugar (ástæðan fyrir því að ég gleymi iðulega að taka seðlana úr hraðbanka þegar ég er að taka út peninga) og því auðvelt fyrir mig að hrökkva við.

Nýjustu fréttir frá London eru þær að Bretland er númer 1 á óskalista (jóla?) AlQueada yfir borgir sem þá langar að sprengja sundur og saman. Ojæja það hefur svo sem verið þannig í langan tíma.... ekkert nýtt.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It