Svekkelsi og bækur

Ég er enn þá svo miður mín að ég get varla skrifað. Er búið að taka mig 2 daga að 'safna mér saman' eins og sagt er á ensku. Ég var að fletta blaðinu síðastliðinn föstudagsmorgunn og sá þá frétt sem ég fékk mig næstum því til að grenja. U2 var með bókaáritun ('U2 by U2') fyrir 'hardcore fans' í bókabúð hérna í nágrenninu. OK veit ekki HVAÐA bókabúð en hún hefur ÖRUGGLEGA verið mjög nálægt. Mér finnst að það eigi sko að skilgreina HVAÐ 'hardcore fan' þýðir. Ég á alla diskana, búin að fara á 2 tónleika og veit örugglega meira um þá en þeir sjálfir og mér finnst að ég hefði átt að fá að fara. Svo virðist sem miðarnir hafi verið auglýstir nokkrum klukkutímum áður en þeir mættu á staðinn. Þetta voru bara heppnir aðdáendur, ekkert annað :( Spáið í það ef ég hefði nú fengið áritaða bók, af þeim öllum og mynd af mér með þeim? (er ekkert búin að hugsa svo mikið um það).

Við fórum smá rúnt á laugardaginn eins og við gerum oft. Fórum í Fresh and Wild og keyptum inn alls konar heilsudót. Fórum svo í Waterstones bókabúðina (nei ég var ekki að vonast til þess að þeir væru þar enn þá...fór bara að hugsa svo mikið um bækur.....aðallega uppskriftabækur að ég gat ekki annað en skroppið. Við búum rétt hjá stærstu bókabúð Evrópu svo það er erfitt að fara EKKI þangað öðru hvoru. Bara uppskriftabækurnar eru álíka margar og allar bækurnar til samans í Pennanum Austurstræti he he). Ég keypti 2 uppskriftabækur (er nýbúin að kaupa eina á netinu sem heitir 'The RAW Gourmet' eftir Naomi Shannon EN hún var notuð svo hún telst ekki með (er það nokkuð? hmmmmmm). Ég keypti á laugardaginn bók sem heitir 'Bread: From ciabatta to rye' eftir Lindu Collister (Nigella Lawson segist hafa lært að baka brauð af henni), aðra sem heitir 'Vegan Cooking' eftir Nicola Graimes. Hmm nú hugsa margir "já en hún er hvorki í hráfæði né jurtafæðu svona einvörðungu". Nei nei en það eru samt margar uppskriftir í bókunum sem eru svo sniðugar (og svo voru myndirnar líka svo fallegar. Átti inni bókakaup því ég keypti enga í Danmörku (sjáið þið 'fíknina', kannast einhver við mynstrið.... endalausar afsakanir he he).

Við fórum annars á prýðisgóðan veitingastað á laugardagskvöldinu. Við höfum reyndar farið áður en ég mundi ekki mikið eftir staðnum svo sem. Núna myndi ég alveg muna eftir honum því maturinn var stórgóður. Staðurnn heitir 'Osatsuma'. Þetta er svona austurlenskur núðlustaður, með sushi, núðlur, bentobox, sashimi o.fl., o.fl. Mjög bragðgott og ljúft. Ég fékk mér grænmetisnúðlur, snöggsteiktar og Jóhannes fékk sér kjúklinganúðlur. Skammtarnir eru stórir og við borguðum bara 15 pund fyrir allt saman (um 1800 krónur), 2 núðlurétti og vatnsflösku!! Mæli með þessum stað ef þið viljið góðar núðlur í London (soho). Við gátum ekki stillt okkur um að fara svo á Neal's Yard Salad Bar og fá okkur eina holla köku. Mmmmmmmmmm. Vildi óska þess að þeir gæfu út uppskriftabók svo við hin gætum framreitt kannski eitthvað í líkingu við þetta fínerí. Ef einhver 'hollustusinnaður' á leið til London þá er Neal's Yard veitingastaðurinn alger skylda.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Sólveig S. Finnsdottir
25. sep. 2006

hæ sendu bara u2 t-póst og vittu hvað þeir segja, þú sért aðdáandi no 1 til 1000000 þeir mundu senda þér áritaða mynd um leið ég veit það þeir eru svo góðir við alla ( líka þig ) láttu bara verða af þessu.

kv mamma.

hrundski
26. sep. 2006

ég þekki einn alvöru aðdáanda Bowie. og ég meina alvöru. hann er í aðdáendaklúbbnum, skrifar þar greinar, teiknar myndir af honum, á alla tónleika og viðtöl við hann og plötur og boli og veit hvenær hann á afmæli og hvað fjölsk. hans heitir og shitt...... - það hefur bara svoleiðis freaks verið boðið á þetta áritunardæmi - þú verður að standa þig betur hehehe

Hrabba
27. sep. 2006

Er mataræði sem felur ekki í sér hvítan sykur, hvítt hveiti eða ger kallað e-ð sérstakt?

Ég las greinina þína í morgunblaðinu síðustu helgi á leið til Bandaríkjanna og heillaðist alveg, og langaði að kaupa mér uppskriftarbækur sem eru með svona tegund af mat, en fann ekkert sem getur flokkast undir þessa tegund af mat...

Bara svona að spá hvort það sé til e-ð nafn yfir svona mat (sem er ekki með hvítan sykur, hvítt hveiti og ger).

Takk fyrir mjög góðan vef.

CafeSigrun.com
27. sep. 2006

Halló Hrabba og takk fyrir kommentið

Mataræðið heitir ekki sérstöku nafni (fyrir utan bara 'hollt mataræði') en þú gætir fundið góðar uppskriftir í bókum með Macrobiotic diet, RAW diet, Vegan og Vegetarian diet o.s.frv. Uppskriftirnar frá mér eru úr mörgum áttum og stundum blanda ég öllu saman :)

Ein bók samt sem ég mæli með sem byrjun er 'Grænn Kostur Hagkaupa' (sem Solla sem var á Grænum kosti) gerði. Hún er æðislega fín og með fullt af girnilegum uppskriftum með svipuðu sniði þ.e. án gers, án hvíts hveitis og án sykurs!!!!