Souk

Við römbuðum óvart á þennan stað. Souk á göngu okkar um Neal's Yard um daginn. Að horfa inn í staðinn er eins og að horfa inn í annan heim. Hlökkum þvílíkt til að prófa næstu helgi. Það er vel hægt að slefa yfir matseðli Souk. Nammi namm.

Við stóðumst ekki freistinguna í gær og fórum aftur á Neal's Yard og fengum okkur holla kökusneið, hollan ís og hollan möffins. Í svona rosa hita langar mann ekkert mikið í þunga máltíð og ekki glæta að maður nenni að elda. Við nenntum hvorugt heim eftir vinnu svo við trítluðum bara inn í Covent Garden. Þrátt fyrir að væri 30 stiga hiti og sól þá var það bara ljúft. Maður venst hitanum furðu fljótt. Í dag mun hitinn fara upp í 34 stig og spáð að sums staðar gæti hann náð upp í 39 stig. Á morgun er spáin 34 stig sem þýðir að það verður mun, mun hærra. Næstu 10 daga eiga að vera um 28 stig og sól. Það hefur ekki rignt í fleiri mánuði. Aumingja gaurinn sem ætlaði að synda alla Thames....hann þurfti að skokka fyrstu 100 kílómetrana eða svo...vegna þurrka hahaha.

Ég ætla að setjast núna út í garðinn sem ég sest oft út í í hádeginu (með fullt af stórum trjám, gras og kósí) og svo förum við líklega niður á Soho Square eftir vinnu og tyllum okkur með íslatte af Starbucks og ferska ávexti og eitthvað meira gott. Um að gera að nota góða veðrið á meðan maður getur.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Sólveig S. Finnsdottir
18. júl. 2006

hæ það er munur að hafa hlytt við hér erum ánægð ef er ekki frost !!!!!! í utvarpinu í morgun var sagt að ( ég heyrði ekki hvar) í USA væri 45 st hiti og hefur aldrei mælst svona hátt hitastig þarsvo er vatnið mjög litið.´Hér er nu nog af vatninu og kuldanum, komið bara hingað !!! kv m

hrundski
19. júl. 2006

Á svo að fá sér ávaxtapípu í eftirrétt - er þetta ekki svoleiðis staður ? :)

CafeSigrun.com
19. júl. 2006

He he, nei held það verði frekar ávaxtate sko :) en þeir bjóða held ég upp á einhverjar pípur ef maður hefur áhuga. Ætli ávaxtapípa sé þá 'hollustupípa' hmmmm :)