Govinda's

Við ætlum sko heldur betur að prófa þennan girnilega stað. Þetta er sko Hari Krishna grænmetisstaður (þeir eru jú grænmetisætur). Það fer svo sem ekki mikið fyrir Hari Krishna fólkinu, maður tekur eftir þeim þegar þeir labba/hoppa í appelsínugulum kuflum, með rakaðan haus, berfættir í sandölum í halarófu á Oxford Street með tambúrínur og trommur, syngjandi Hari Krishna söngva. Það er sárameinlaust og bara gaman að því, lífgar bara upp á umhverfið, eru ekkert að abbast upp á aðra. En já við sáum þennan grænmetisstað fyrir löngu síðan á rölti um London og höfum alltaf ætlað að prófa hann. Við erum að spá í að fara um helgina, jafnvel á morgun. Við tökum annað hvort með okkur ef veðrið er gott eða borðum á staðnum. Þetta verður rosa spennandi, mér líst ótrúlega vel á matseðilinn og ekki skemmir fyrir að það er maturinn er blessaður víst áður en hann er borinn fram. Mjög spennandi allt saman. Hér er heimasíða staðarins: Govinda's, grænmetisstaður Talandi um trúmál þá er pjakkurinn sem ég vinn með (þessi sem kemst ekki yfir fólk sem er hollt og lífrænt og allt það), Gyðingur. Hann er með flóknustu og erfiðustu kvaðir varðandi mat sem ég hef vitað um held ég fyrir utan kannski Vegan fólk (algrænmetisætur) með hnetuofnæmi!! En allavega þá vorum við í hádeginu úti að borða í gær með vinnustaðnum og hann má trúarinnar vegna ekki borða kjöt af neinni skepnu sem hefur klaufir (t.d. svín, naut eða lamb), hann má ekki borða fiskmeti nema fiskurinn hafi ugga og sporð (engar rækjur eða humar eða neitt svoleiðis), hann má ekki borða Gelatín, ekki mjólkurvörur í blandi við kjötvörur o.s.frv., o.s.frv. Listinn er afar langur. Fyrir utan það að það sem borðað er (t.d. kjúklingur) þarf að vera blessað af rabbiah. Sem sagt þá mega þeir ekki borða strút eða krókódíl nema hann sé blessaður sérstaklega. Hmmmm. Svo sagði hann að ég væri vandræðagripur!!!! Ég er voða fegin að vera trúleysingi. Nú er annars tómlegt á skrifstofunni þar sem allir nema ég fóru heim að horfa á fótbolta he he. Ég á heima svo stutt frá að það skiptir eiginlega engum máli hvort ég er hér eða í vinnunni. Það liggur öll starfsemi niðri í mest allri London vegna Heimsmeistarakeppninnar í fótbolta. Englendingum dettur ekki í hug að vinna þegar þeirra land er að sparka bolta, no way.  
Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

hrundski
16. jún. 2006

hmmm vinkona mín bauð karlinum sínum á þennan stað. Og hún sagðist aldrei fara þangað aftur. Maturinn var algjört æði en hún segir að þeir setji eitthvað útí matinn sem valdi getuleysi !! hahahaha

CafeSigrun.com
16. jún. 2006

Hahahaha ég þarf að fá að vita meira. Hvaðan fékk hann þessar upplýsingar? Hvaða efni er þetta? Varð hann getulaus? Var hann ekki bara í of þröngum gallabuxum þegar hann borðaði matinn :) Kannski að þeir blessi matinn með einhverju "getuleysandi efni" hahahhahaha, endilega segðu mér meira. Ég hlakka allavega til. Ég sendi Joe þá bara út að borða gras í Soho Square á meðan he he.

hrundski
16. jún. 2006

hahahaha þetta er alveg satt. Hún hvíslaði þessu að mér. Sagði að karlinn hefði verið alveg handónýtur í rúma viku eftir að þau átu þarna. Hann hefði farið að kynna sér málið og fundið út að það er eitthvað sem er sett í matinn sem veldur þessu hvimleiða vandamáli. Og að þetta sé sett í að ásettu ráði - kannski hefur þeim fundist þetta par svo ljótt að þeir vildu ekki að þau myndu fjölga sér og mokað þessu í matinn þeirra hahahahha. Og by the way - þetta var “vinkona“ mín en ekki ÉG ! hahahahha

CafeSigrun.com
16. jún. 2006

Hvað segirðu var þetta "frænka þín" eða "vinkona þín" eða "kunningjakona kannski' haahahahahh. Þessi gaur er bara kjeeeeeeeelllling. Þú hefur sko alveg sagt mér að Tolli sé 'anti-grænmetisæta', jafnvel fasískur á hatri sínu á öllu grænu ....veit núna afhverju hí hí.

hrundski
20. jún. 2006

Jæja búin að prófa staðinn ?????????

Sigrún
20. jún. 2006

Ha ha. Þetta var magnaður staður. Jóhannes hefur aldrei verið hressari ;) blogga um hann fljótlega!!