U2 Ipod

Jeminn, þetta er nú meiri letin, hef ekkert bloggað í heillangan tíma. Svo sem ekki margt gerst. Búin að fara mína mánaðarlegu ferð til Íslands. Allt við það sama þar, rigning, rok og skítakuldi. Kom til baka laugardagskvöld til London í 30 stiga hita og sól. Fórum svo í göngutúr í gær í góða veðrinu, borðuðum ferska ávexti í Soho Square garðinum, fengum okkur meiri ferska ávexti þegar við komum heim þannig að við erum eins og Rómverjarnir forðum daga, eins og blóm í eggi í leti og ávaxtasukki. Það er reyndar einum of heitt fyrir dúnsængina mína, meira að segja fyrir mig þannig að við þurftum að pakka henni og setja viftuna upp aftur. Hún var í geymslu inn í skápnum okkar. Það verður ansi heitt í húsinu þegar hitinn hefur verið hár í nokkra daga. Loftar reyndar ágætlega um en múrsteinn heldur jú hita ansi lengi.

Annars vissi ég ekki hvaðan á mig stóð veðrið þegar ég kom heim. Jóhannes gaf mér pakka. Ég hélt ég væri að fá spennu í hárið eða glingur, eða jafnvel matreiðslubók (ég verð voðalega ánægð að fá allt framangreint sko) en nei ég fékk glænýjan U2 30 Gígabæta ipod!!!! Jeminn. Ég held hann sé orðinn ruglaður :) Ekki það að ég sé að kvarta. Nú get ég hlustað á 7500 lög í marga daga samfleytt ef ég vil!!! Gamli 4 Gígabæta ipodinn tók bara 1000 lög og rafhlaðan var orðin slöpp. Ég gæti meira að segja horft á bíómyndir í nýja ipodnum!! Magnað tæki. Það lítur svona út http://www.apple.com/ipod/u2/. Veit ekki alveg hvað ég hef gert til að verðskulda svona fínt dót. Ég skildi reyndar eftir frosið, heimatilbúið grænmetislasagne á meðan ég fór í burtu ásamt heimatilbúnum orku/próteinstöngum o.fl., sem sumir borðuðu afar, afar sáttir. Kannski að maður skilji meira svona eftir í frystinum þegar maður fer í burtu, aldrei að vita hvað bíður eftir manni þegar maður kemur :) Hmmm mig vantar nýjan farsíma í stað þess sem var stolið frá Afríku. Ég er með síma í láni frá Disney (vinnunni hans Jóhannesar) en get ekki verið með hann endalaust!!

Annars erum við bara að bráðna, ekki hægt að kvarta yfir veðrinu sem á að haldast svona út vikuna að mér skilst.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It