Heitt, heitt, heitt

Úff, það er brjálæðislega heitt úti. Fór út í hádeginu og hélt ég myndi bráðna. Ég er svo, svo, svo glöð að ég þarf ekki að ferðast með Túbinu (neðanjarðarlestinni). Blöðin í dag eru uppfull af fyrirsögnum að það sé algerlega óbærilegt. Hef svo sem upplifað það sjálf og það er hell get ég sagt ykkur. Að mæta til vinnu dag eftir dag í svitabaði og fara heim í svitabaði dag eftir dag, lestarnar stopp vegna hitans, fólk pirrað, strætóar pakkfullir af sveittu fólki. Neibb ekki skemmtileg upplifun. Það er gaman að labba heim úr vinnunni, mætti meira að segja taka aðeins lengri tíma en 5 mínútur því veðrið er svo gott!!! Er glöð fyrir hönd Jóhannesar að þurfa ekki að taka lestina í dag. Hann er í Köben eins og er, skrapp á fund, fór í morgun og kemur í kvöld.
Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It