Klaki í bandi?

Ekki er nú öll vitleysan eins. Ég sá á forsíðu dagblaðs í búðinni í gær (man ekki hvaða blað) að Bretar eru svo örvæntingafullir yfir vatnsleysinu sínu að þeir eru að spá í að bregða á það örþrifaráð að bæta meira vatni í Thames. Hvernig? Jú með því að draga ísjaka, með togara yfir Atlantshafið og inn á Thames...og láta hann bráðna þar. Myndin sem fylgdi greininni var frá Jökulsárlóninu. Fannst hugmyndin brjálæðislega fyndin. Finnst samt ekki fyndið að þeir ætli að stela ísjökunum okkar.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

hrundski
18. maí. 2006

Þeir hafa fengið þessa hugmynd úr teiknimyndasögum :) Voru það ekki Tinni og Kolbeinn sem drógu ísjaka til Afríku? Eða voru það hin fjögur fræknu ? - (man bara að ísjakinn endaði sem klaki oní drykk þar sem hann bráðnaði á leiðinni).

Sólveig S. Finnsdottir
18. maí. 2006

þú tekur klaka með þér næst út og selur allavega til að hafa út i drykk en svo getur þú tekið vatna með þér á flöskum

kv mamma