Skipt um lögheimili :)

Hef ákveðið að skipta um lögheimili. Mun framvegis taka við pósti á 22 Torrington Place, WC1 7HJ. Ástæðan? Fann búð sem er eins og heil pláneta. Hún er FABULOUS. Við erum að tala um himnaríki fyrir hollustuspírur eins og mig. Svona 100 X stærra en Heilsuhúsið og 100 x ódýrara (svona hér um bil). Þarna er allt lífrænt ræktað, það er bakarí, bókabúð, kaffihús, kjötvörur af happy hænum og öðrum hamingjusömum dýrum, hlaðborð með mörgum réttum til að kaupa úr og heil verslun auðvitað með lífrænt ræktuðum og framleiddum vörum. GEÐVEIKT. Búðin heitir Planet Organic (Lífræn Pláneta) og ber nafn með rentu. VÁ. Ok hún er ekki eins ótrúlega flott og girnileg og Whole Foods Market http://www.wholefoodsmarket.com/ í USA en samt sem áður Gorgeous. Reyndar í mjög svipuðum stíl og Fresh and Wild http://www.freshandwild.com/ (sem er nú ekki slæmt) sem er ein uppáhalds búðin mín í London. Þessi búð sem ég var að uppgötva er rétt við Tottenham Court Road. Ef maður labbar upp Oxford Street í átt að Centre Point (frá Marble Arch) og beygir upp Tottenham Court Road, þá er hún á hægri hönd. Maður beygir bara inn á horninu á Habitat og Barclays bankanum!! Veiii við ætlum að kíkja næsta sunnudag í heilsuleiðangur!

Já af öðrum málum er það svo að frétta að ég er búin að kaupa ný eldhússkæri í staðinn fyrir þau sem innbrotsþjófarnir tóku. Þau eru beittari og stærri en þau sem við áttum og kostuðu bara 300 kall í Indverjabúð. Vildi sem sagt ekki mæta innbrotsþjófum með þessi :-( Hlakka til að fara að klippa allt sem ég hef ekki getað klippt að undanförnu. Ótrúlegt hvað mann vantar skæri oft!

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

hrundski
25. jan. 2006

Tóku þeir skæri ???????

Hafiði látið lögguna leita hjá fátækum tískuhönnunarnemum eða japönskum origami áhugamönnum.

Bilað lið hehehe.

Sigrun
25. jan. 2006

Sko málið er að þeir tóku allt fína dótið okkar OG Ikea eldhússkærin :( Þeir ætluðu ekki að nota skærin til að föndra með, heldur til að nota á leiðinni út, á mig eða einhvern annan sem hefði orðið fyrir þeim. Þeir hefðu þurft að hjakka dáldið því þau voru bitlaus....scary.

Jónsi
27. jan. 2006

hahaha, já ég kem með þangað Sigrún þegar við komum til London! jibbííí