Þakklæti

Maður tekur mörgu sem sjálfsögðum hlut (ég er ekkert betri en aðrir) en ég er samt voðalega þakklát fyrir margt (t.d. góða sjón og heyrn og nokkuð góða heilsu sem er ekkert sjálfsagt). Ég er þó sérstaklega þakklát þessa dagana fyrir að hafa góða heyrn. Ef ég væri ekki með hana þá gæti ég ekki hlustað á nýja diskinn frá Sigurrós (Takk) sem er meistarastykki (og meira en það). Ég verð alltaf svo þakklát þegar ég heyri svona fallega og innilega tónlist, verð svo glöð yfir því að það er einhver sem kann að búa hana til og vill deila henni með okkur. Án tónlistar og án heyrnar væri lífið mun fábreyttara er ég hrædd um. Svo er ég þakklát Jóhannesi sem er alltaf að troða inn á mig tónlist, frá morgni til kvölds. Ef hans nyti ekki við er ég hrædd um að það væri bara U2 og svo einhverjir glataðir "Best of" diskar, eða kvikmyndatónlist úr Titanic og álíka viðbjóður.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Jóna Lísa Þorsteinsdóttir
23. sep. 2005

Langar bara að segja takk fyrir frábæra síðu, uppskriftir og upplýsingur. Veit ég á eftir að leita oft í þinn sjóð, bestu þakkir, Jóna Lísa