Bloggið

Vetur? Sumar? Vor? Haust?

Jæja þá er ég komin til Íslands eina ferðina enn. Ég á mjög erfitt með að trúa hitastiginu og er næstum því búin að deyja 2var úr kulda, eða oftar, heilinn á mér er of frosinn til að muna hvort það var oftar. Örugglega samt. Mér varð meira að segja illt í lungunum eftir smá labb og ég er nú ekkert í slæmu formi sko. Það er bara fáránlegt að vera í 7 stiga frosti og roki. F.Á.R.Á.N.L.E.G.T. Það er annars búið að vera nóg að gera og ég hef ekki látið mér leiðast, það er á hreinu. Búin að fara á árshátið með vinnunni, var rosa gaman, fórum á Við Tjörnina. Eftir það fór ég svo beint í þrítugsafmæli hjá Auðni vini okkar þar sem ég var búin að útbúa veitingar fyrir 25 manns. Bjó til sushi (of course), snittur með reyktum laxi, lollo rosso, sítrónusósu og ólífumauki, og svo bjó ég til aðrar með rauðu pestó, brie, sinnepssósu og sólþurrkuðum tómötum. Að lokum gerði ég vefjur með hummus, rauðu leynisósunni, létt sinnepssósu, spínati, ristuðum sólblómafræjum og furuhnetum og avacado. Jónsi greyið var svo þrællinn minn og ég stjórnaði greyinu með harðri hendi, engin miskunn sýnd. Þegar ég mætti á svæðið, rétt eftir miðnætti voru nánast allar veitingar búnar nema nokkrar vefjur, 3 sushibitar og allar snittur voru búnar. Það var eins gott að ég var södd!!! Ekkert smá geðveikt kikk að sjá fólk borða matinn manns, umlandi og japlandi á honum. Held að fólki hafi þótt óþægilegt hvað ég glápti á það meðan það borðaði, svona eins og ég væri rosa svöng. Maturinn var búinn til úr mínum eigin uppskriftum (flestum mínum eigin en allar komu þær af CafeSigrun samt og ég setti matinn saman eftir eigin höfði). Það var BARA gaman. Þyrfti alveg að gera meira af þessu.

Er búin að vera í sushi tremma síðustu daga. Fórum fyrst með Borgari bróður sem millilenti í London

Já já, annars rignir bara núna, finnst alveg að landið mætti gera upp hug sinn varðandi veður og tíðarfar þ.e. á að vera haust, vor, sumar, vetur??? Var spurð að því í gær frá London hvort að væri vetur enn þá. "Veit það ekki alveg" var svarið mitt. "Erfitt að útskýra". Hmmmmmm. Það er komið vor þar, 10-15 stiga hiti þegar ég kom þaðan í síðustu viku. Eins gott að ég stoppa í einn dag í London áður en ég fer til Afríku. Er að spá í að fara með fötin mín inn í saununa í gymminu og vera þar í smástund, til að æfa mig fyrir Mombasa. Veiii 2 dagar þangað til ég hitti Jóhannes!!!

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Nýtt te

Er að sötra nýtt te sem ég hef ekki smakkað áður. Það heitir Red Bush og vex á samnefndum runnum í Suður Afríku. Winston, sá sem gaf mér Suður-afrísku bókina (The African Kitchen) vildi endilega að ég smakkaði og kom með nokkra poka handa mér. Líkist mildu grænu tei en með smá vanillukeim. Rosa gott!

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Brjálað skedjúl

Jeminn, var að setja niður dagsetningar fyrir mars, apríl og maí og dagskráin er orðin eins og hjá rokkstjörnu. Ok kannski ekki alveg en mig langar samt í personal assistant svona til að halda á dóti fyrir mig, greiða á mér hárið, elda fyrir mig og svoleiðis he he. 

Svona er dagskráin

  • Mars: London
  • 1.-6. Apríl: Ísland
  • 7.-23. Apríl: Mombasa, Kenya
  • 24.-25. Apríl: London
  • 26. Apríl- 7. Maí: Ísland
  • 8. Maí: London

Við fórum annars á tónleika í gær, með Sigurrós og þeir voru ólýsanlega góðir. Það er voða erfitt að lýsa Sigurrós nema að segja að þeir séu eins og Norðurljósin eða útsýni yfir hálendi eða nýfallinn snjór glitrandi í sólskini. Það er ekki hægt að nota venjuleg orð eins og "Klikka aldrei" eða "flottir". Það var samt gott sánd, sviðið frábært sem og ljósin (passar ótrúlega vel við þessa "lífrænu hljómsveit", ólýsanleg tónlist auðvitað og frábær stemmning. Þeir hlutu standandi lófaklapp í lokin. Það risu allir sem einn upp úr sæti sínu í Hammersmith Apollo og klöppuðu fyrir þeim, fleiri þúsund manns. Hvert sæti var skipað og fólk stóð alls staðar þar sem það gat staðið. Það voru mun fleiri núna en fyrir 2 árum þegar við fórum. Í sumum lögunum mátti heyra saumnál detta, það var allur salurinn hljóðlátur. Fyndið að skilja tungumálið sem verið er að syngja á, sérstaklega þegar maður veit að hljómsveitin er að syngja um drullupolla eða dráttarvélar og útlendingar vagga sér svona rómó í takt við tónlistana, í faðmi hvors annars o.s.frv. Hrikalega fyndið. Mann langar líka að ulla framan í alla í salnum og segja "hí á ykkur, þið eigið ekki svona frábæra hljómsveit".

Hvað er ég annars að kvarta yfir minni dagskrá, Sigurrós er að túra allan heiminn. Samt sé ég Jónsa næstum í hverjum mánuði, í hvert skipti sem ég fer á Kaffitár. Kannski getur hann þetta af því hann er svoddan álfur :)

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

En sniðugt

GrænmetisstelpaEn sniðug hugmynd! Kona ein að nafni Jóna Harpa á unga dóttur sem er sykursjúk og átti bráðum afmæli. Hún þurfti að upphugsa nýjar leiðir þegar kom að kökum og barnaafmælum. Það þýðir víst lítið að bera fram sykurbombur í svoleiðis tilfellum. Hún ákvað að bjóða upp á grænmeti, niðurskorið og af því krakkar eru nú ekkert alltof hrifnir af því svona alltaf þá raðaði hún því skemmtilega upp. Hún bjó til stelpu úr grænmeti. Það voru brauðbollur fyrir maga, blómkálshaus fyrir andlit, agúrkur og gulrætur fyrir hendur og fætur, poppkorn fyrir hár og svo paprika fyrir pils og tómatar fyrir skó. Svo má eflaust búa til t.d. hund eða kisu ef barnið á svoleiðis. Finnst þetta brilliant og eitthvað sem ætti að vera í öllum afmælum, fyrir stóra og smáa. Svo má búa til hollar ídýfur og kotasælu eða smurosta með. Nammi namm. Þetta sló víst í gegn af bæði foreldrum og börnum og hvorki tangur né tetur var eftir af þessari grænmetisstelpu! Ýmislegt fleira góðgæti var svo á boðstólum í þessu afmæli, örugglega hollt og gott líka. Set hérna mynd af þessu sem Jóna Harpa sendi mér.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Tónleikar á morgun

Veiiiii við erum að fara á tónleika á morgun. Við ætlum að sjá Sigurrós í Hammersmith Apollo. Það er fínt. Jóhannes er að vinna í Walt Disney núna svo þetta eru bara 5 mínútur frá skrifstofunni. Við höfum farið áður á Sigurrósartónleika þar og það var æði. Sáum líka Tom Waits fyrir 1,5 ári síðan. Það var líka magnað. Hlökkum til!!! Við ætlum svo að reyna að fara í leikhús aftur fljótlega, þ.e. ef eitthvað skemmtilegt er í gangi.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Geðveikt Gaukshreiður

Fórum á Gaukshreiðrið í gær með Christian Slater og Alex Kingston og það var GEÐVEIKT. Slaterinn var magnaður. Auðvitað ekki eins magnaður og Jack Nicholson í myndinni en það er svo ekki close up af andlitum og svoleiðis heldur til að magna áhrifin. Alex Kingston sem yfirhjúkkan var líka fín en það var kannski helst að Indiáninn væri ekki eins áhrifamikill og maður vildi. Þetta var bara stór Bandaríkjamaður með brúnkukrem og sítt hár en enginn Indiáni. Hann er svo magnaður í myndinni sjálfri að maður getur ekki gert að því að bera þá saman. Það voru bæði breskir og amerískir leikarar í verkinu. Mest kom mér þó á óvart hvað Christian Slater er mikill kubbur þ.e. ekki stór og rosalega þrekinn (ekki feitur heldur þrekinn). Hann er mjög orkumikill á sviðinu og alveg eins maður hafði ímyndað hann sér í þessu verki. Mjög góður. Fyndið að hafa séð hann í svo mörgum Hollywood myndum í gegnum árin og svo allt í einu er hann þarna á sviðinu rétt fyrir framan mann, ljóslifandi. Sama með hjúkkuna. Maður hefur svo oft séð hana í ER þáttunum og svo er hún þarna ljóslifandi. Voða skrýtið og auðvitað æðislega gaman. Við ætlum að vera duglegari við að fara á West End á meðan við búum hérna, ekki hægt að missa af þessu öllu saman.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Leikhús og tónleikar, allt í gangi

Já það er nóg að gera í sósíal lífinu sko. Við erum að fara á Gaukshreiðrið í kvöld þar sem aðalleikarar eru ekki af verri endanum þ.e. Christian Slater og Alex Kingston. Svo á þriðjudagskvöldið í næstu viku ætlum við á Sigurrósartónleikana. Það verður æðislegt. Fórum einmitt fyrir nokkrum árum, á sama stað, Hammersmith Appollo og það var alveg magnað. Frábær staður og örugglega magnaðir tónleikar. Þetta verður í þriðja skipti sem við sjáum þá og það er aldrei of oft að mínu mati. Ég er reyndar rosa svekkt yfir því að missa af Hinsegin bíódögum hér í London því okkur langaði að sjá Strákana okkar (íslensku myndina). Við erum ekki búin að sjá hana og okkur langaði að sjá hana á tjaldi hér í London, hefði verið gaman svona með enskum áhorfendum o.s.frv. Við erum að reyna að vera duglegari við að fara eitthvað skemmtilegt, nýta okkur það sem upp á er boðið í London.  Já svo kemur Borgar bróðir í næstu viku (á leið til Afríku) og við ætlum aldeilis að susha með honum (á Gili Gulu auðvitað).

Svo fer ég að trítla til Íslands aftur og þegar ég kem þaðan aftur til London þá förum við Jóhannes til Afríku. Meiri spretturinn á okkur!

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Penelope

Upptökur á Penelopmyndinni fyrir utan pöbbinn beint á móti
Jæja þá er tökum lokið hér í götunni. Gat ekki staðist freistinguna síðasta föstudag því ég vissi að þeir væru að taka upp hér í götunni og ég stökk heim í hádeginu til að kíkja á herlegheitin. Myndin hér fyrir ofan er tekin á farsímann minn út um stofugluggann. Úti á götu stóðu Richard E. Grant (heimasíðan hefur myndir eiginlega af sömu tökunni og ég tók mynd af. Richard lék til dæmis í Spiceworld) og Catharine O'Hara (lék mömmuna allavega í fyrstu Home Alone myndinni). Atriðið var þannig að Catharine og Richard labba inn götuna okkar og fyrir utan pöbbinn beint fyrir utan lítur Catharine í áttina að húsinu okkar (eða hótelinu við hliðina á) og hrópar "Penelope, Penelope" og svo var bara cööööööttttttt. Þetta var endurtekið nokkrum sinnum. Þeim var skítkalt greyunum enda var hrikalega kalt þennan dag. Það var dáldið gorgeous að labba inn og út úr íbúðinni sinni þegar upptökur voru í götunni á sama tíma, soldið posh sko. Er ekki viss samt um að íbúðin okkar sjáist mikið þar sem myndavélarnar voru á Catharine og Richard en við sjáum til. Það eina sem ég hef heyrt úr myndinni er sem sagt að fólk öskrar "Penelope" :) Við skulum vona að það verði eitthvað meira innihald en það.
Fréttum svo áðan af vinum okkar Marie og Pete að upptökur hefðu verið á Crime Scene Investigation í Villandry bakaríinu/gourmet búðinni hérna rétt hjá. Fólk í einhverjum eiturefnabúningum sem hélt á pizzum og allt teipað CSI og eitthvað meira. En spennó!! Held maður þurfi að fara að kveikja á sjónvarpinu barasta.
Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Bjútiful og powerkreisí díva og morðingi og banka- og grafarræningi með gælunafnið Monroe?

Á mánudagsmorgnum þegar maður kemur í vinnuna úrillur þá er voða þægilegt að gera akkúrat ekki neitt í smástund. Það sem ég gerði í morgun var að fara inn á svona könnunarsíðu (mjög vísindalegt eða þannig) og finna út hvaða gælunafn ég ætti að taka mér. Komst að því að gælunafnið mitt er Monroe. Núna heiti ég sem sagt Sigrún Monroe. Sem er ágætt, get alveg sætt mig við það sko. Hins vegar komst ég að því að nafnið Sigrún er skilgreint í “orðabók“ sem hard core grafarræningi he he. Það batnar ekki….. Þegar ég sló inn nafnið mitt til að finna út hvað ég ætti að setja á nafnspjaldið mitt var svarið bankaræningi í 1920-eitthvað stíl (svona Bugy Malone stíl). Jeminn, þegar ég sló inn hvaða lame comeback línu ég myndi koma með í svoleiðis aðstæðum var svarið þetta. “Is this your goal in life or something? Cause my goal in life is to kill you“ (markmið mitt í lífinu er að drepa þig…). Ég ætlaði ekki að þora að slá inn hvað framtíð mín myndi bara í skauti sér en ákvað að prófa. Svarið var þú munt stofna költ hóp. Og ég ákvað að tékka á því hvaða sögulega persóna ég væri, ef ég væri slík. Sú sögulega persóna sem ég væri ef ég væri sögufræg persóna er Kleopatra (gat verið). Beautiful and Charming. You are able to persuade anyone to do anything you would like, because of your hotness and charisma. You are an expert in gaining power over anyone you choose. Hmmmmm. Þori ekki að prófa meira, þetta er orðið gott svona fyrir mánudagsmorgun.

Ég er sem sagt í stuttu máli bjútiful og powerkreisí díva og morðingi og banka- og grafarræningi með gælunafnið Monroe. Jeminn. Þvílíkur mánudagur.

Hér eru prófin fyrir þá sem þora...

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Frétt af Doktor.is: "Athugasemdir við umfjöllun um sykur í Kastljósi 13. mars"

Rakst á þetta á netinu. Er svo sammála þessu og einmitt það sem ég var að röfla um hérna fyrir einhverju síðan. http://www.doktor.is/frettir/skodafrett.asp?fid=5110

Svona hræðsluáróður virkar ekki og er eingöngu til þess fallinn að fæla fólk frá hollari lífsstíl. Það er svo sannarlega hægt að njóta matar og njóta lífsins þó maður borði hollt. Ég er á móti sykri auðvitað en mér finnst í lagi að nota ávaxtasykur, hunang, byggsíróp, malt byggsíróp, döðlusíróp og Agave. Svo nota ég líka Xylitol en ekki mikið reyndar þar sem það getur farið illa í magann á fólki. Allt hækkar þetta blóðsykurinn lítið og vinnst vel í líkamanum. Hvað ég nota af þessu fer eftir því hvað ég er að búa til hverju sinni. Ég nota líka strásætu en nota alltaf eins lítið og ég get. Eins og ég hef sagt samt milljón sinnum þá er strásæta ekki eitur og ekkert hefur komið fram síðustu 20 árin sem bendir til þess að fólk hafi orðið mikið veikt eða látist af notkun þess. Jú einhverjar rottur kannski urðu slappar við að borða kíló á dag í nokkrar vikur en maður yrði veikur af hverju sem er í svona miklu magni. Við erum heldur ekki rottur. En já sem sagt með smá skynsemi þarf maður aldrei þennan hreina hvíta sykur sem er sá versti fyrir mann en getur samt búið til dísætar kökur o.s.frv.

Er fegin að sjá staðfestingu á því að mín stefna og mín sjónarmið í mataræði virðast vera rétt þ.e. allavega ekki alveg út úr kú :)

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It