Lífrænt hótel

Ég sá grein í mogganum í dag og ég varð alveg græn og ekki úr öfund heldur ógeði. Það var verið að tala um hótel í London og hversu „hrein" þau væru. Lýsingarnar voru ekki beint geðslegar og var ekkert hótel sem náði fullri einkunn varðandi hreinlæti. Þetta er alveg í samræmi við hótelið sem við Jóhannes gistum einu sinni á í London. Það hét Green Court og var Ó-G-E-Ð. Við komum inn og það fyrsta sem ég sá voru götótt teppi og götótt sængurföt. Það er ekki svona eins og mörg hótel í London, gömul, slitin og hrein. Ónei. Þetta var gamal, slitið, óhreint og ógeðslegt. Það voru hár út um allt, aðallega krullótt Indverjahár (hef ekkert á móti Indverjum). Það versta var að rúmfötin voru MJÖG óhrein og það voru líka krullótt Indverjahár í rúminu. Ég get þolað margt en EKKI hár í rúmi, af öðrum. Þar set ég mörkin sko. Gardínunar voru gráar af skít (höfðu upphaflega verið hvítar), og allt var brotið og bramlað. Ok þetta var nú hreint miðað við baðherbergið. Eftir baðherbergið tók ég ákvörðun um að gista ekki meira en eina nótt. Ég svaf hálfpartinn sitjandi því ég gat ekki hugsað mér að leggjast.

Ég er ekkert hrikalega sérvitur á gistingu sko, get sofið á vindsæng og með lak ofan á mér, alveg sama um það en það verður að vera hreint, annars fæ ég bara sting í magann og verður bumbult. Ég þarf víst ekki að taka fram að við borðuðum ekki morgunmatinn á þessu hóteli.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Sólveig Finnsdóttir
13. maí. 2005

Ekki hefur þetta verið góð nótt hjá þér EN ég man nú svo langt að þú hefur sofið í hesthúsi og það í jötunni mig minnir 3 nætur til að vera hjá Garra, ( sko hestinum ) þar var alla vega mikið af hárum en það er ekki sama hvaðan hárin eru kv mamma.