Bananamauk (og ýmis afbrigði af bananamauki)

Bananamauk er alveg ótrúlega sniðugur matur. Ekki bara fyrir lítil börn heldur nota ég oft bananamauk t.d. í drykki (í blandara) og í bakstur. Oft er talað um að bananar séu hin fullkomna fæða (meira að segja í tilbúnum umbúðum) og ég held að það sé svei mér þá rétt. Best er að nota vel þroskaða banana því annars gætuð þið átt á hættu að fá bananamaukið framan í ykkur aftur í mótmælaskyni. Banana þarf ekki að sjóða og má mauka þá beint en auðvitað gæta þess að það séu ekki stórir bitar í maukinu. Eins og sjá má hér fyrir neðan má setja margt og mikið saman við bananamaukið enda er hann góður grunnur. Öll maukin henta börnum 6 mánaða og eldri.

Þessi uppskrift er:

  • Án glúteins
  • Án eggja
  • Án hneta
  • Vegan

Bananamauk (og ýmis afbrigði af bananamauki)

Hvert mauk gerir 6-8 skammta

Innihald

  • 350 g vel þroskaður, lífrænt ræktaður banani.
  • 1-2 tsk vatn eða stoðmjólk/þurrmjólk/móðurmjólk
  • 1 tsk smjör eða olía (t.d. ólífuolía)
  • Maukið bananann og olíu/smjör og mjólk (ef notuð) vel þangað til engir litlir bitar eru eftir. Gott er að nota síu eða sigti
Nokkur afbrigði af bananamauki Banana- og bláberjamauk
  • 150 g fersk, íslensk bláber eða lífrænt ræktuð bláber
  • 200 g lífrænt ræktaður, vel þroskaður banani
  • 1 tsk smjör eða olía (t.d. ólífuolía)
  • 1-2 tsk vatn eða stoðmjólk/þurrmjólk/móðurmjólk
  • Gufusjóðið bláberin í nokkrar mínútur
  • Blandið öllu saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Maukið mjög vel þannig að engir stórir bitar eða flygsur séu eftir
  • Gott er að nota síu eða sigti
Banana- og eplamauk
  • 150 g eplamauk
  • 200 g lífrænt ræktaður, vel þroskaður banani
  • Blandið öllu saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Maukið mjög vel þannig að engir stórir bitar eða flygsur séu eftir
  • Gott er að nota síu eða sigti
Banana- og perumauk
  • 150 g perumauk
  • 200 g lífrænt ræktaður, vel þroskaður banani
  • Blandið öllu saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Maukið mjög vel þannig að engir stórir bitar eða flygsur séu eftir
  • Gott er að nota síu eða sigti
Banana- og mangomauk
  • 150 g mangomauk
  • 200 g lífrænt ræktaður, vel þroskaður banani
  • Blandið öllu saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Maukið mjög vel þannig að engir stórir bitar eða flygsur séu eftir
  • Gott er að nota síu eða sigti

Aðferð

Gott að hafa í huga

  • Maukin má frysta.
  • Gott er að frysta í klakabox og setja molana svo í góða frystipoka. Merkið pokana með innihaldi og dagsetningu.
  • Gott getur verið að bæta við þurrmjólkurdufti eða smávegis af móðurmjólkinni út í maukið í fyrstu skiptin.
  • Gott er að blanda smávegis af hrísmjöli saman við grautinn til að auka fjölbreytni.