Banana- og kókosdrykkur

Þetta er afar bragðgóður, einfaldur og hollur drykkur (smoothie). Hann er upplagður þegar maður kemur heim úr vinnunni eða skólanum (eða er þreyttur eftir langan dag heima fyrir) og langar í eitthvað sætt en hollt. Kókosvatnið er ekki síðra en tilbúnir íþróttadrykkir en er margfalt hollara og ætti að hressa ykkur við á stundinni!

Athugið að þið þurfið blandara til að útbúa þennan drykk.
 


Dásamlega góður banana- og kókosdrykkur (smoothie)

Þessi uppskrift er:

 • Án glúteins
 • Án mjólkur
 • Án eggja
 • Án hneta
 • Vegan

Banana- og kókosdrykkur

Fyrir 2

Innihald

 • 4 ísmolar
 • 50 ml hreinn appelsínusafi
 • 300 ml kókosmjólk
 • 100 ml kókosvatn
 • 2 vel þroskaðir bananar
 • 0,5 tsk vanilludropar (úr heilsubúð)
 • 1 msk kókosmjöl

Aðferð

 1. Setjið ísmolana í blandarann og hellið appelsínusafanum út á. Blandið í nokkrar sekúndur.
 2. Setjið banana, kókosmjólk, kókosvatn og vanilludropa út í blandarann og blandið í 10 sekúndur eða þangað til silkimjúkt.
 3. Hellið í glös og dreifið kókosmjölinu yfir.

Gott að hafa í huga

 • Það er gott að vera búin að kæla kókosmjólkina í ísskáp og jafnvel að frysta hana létt þannig að úr verði krap!
 • Ef drykkurinn er of þykkur má þynna hann aðeins með sojamjólk, undanrennu, hrísmjólk eða haframjólk.
 • Ef afgangur er af kókosmjólkinni má frysta hana í ísmolabox og nota síðar, t.d. í svona súpur.
 • Kókosvatn (enska: coconut water) fæst í heilsubúðum og stærri matvöruverslunum.
   

Ummæli um uppskriftina

Engin ummæli hafa verið rituð

Skrifa ný ummæli

Vinsamlegast athugið að reiti merkta með * þarf að fylla út.
 
Innihald þessa svæðis verður ekki sýnilegt almenningi.
Þessi spurning hér að neðan er til að varna því að spamvélar geti sett inn sjálfvirkar færslur.
Vinsamlegast leggðu saman tölurnar og skrifaðu niðurstöðurnar. T.d. fyrir einn plús þrír, skaltu skrifa 4.
þrettán plús fimm eru