Vetur

Heslihnetu- og grænmetisborgarar með papriku- og coriandermauki
Þetta er uppskrift, tekin nánast beint frá Deliu Smith. Hún var „prófuð” á Jóhannesi og mömmu hans þegar við bjuggum í Harrow (Bretlandi).

Speltpizza með grænmeti, heimalagaðri pizzasósu og mozzarella
Pizzur eru alltaf góðar en heimagerðar eru samt bestar því þá veit maður nákvæmlega hvað er sett ofan á og í þær.

Jólaglögg (óáfengt)
Ég smakkaði í fyrsta skipti jólaglögg (óáfengt að sjálfsögðu) í jólaboði hjá yfirmanni mínum í verslun sem ég vann í með skóla í mörg ár. Ég gleymi því ekki hvað mér fannst jólaglöggið gott.

Fylltar pönnukökur (crepes) með byggi og sinnepssósu
Nammi namm, við fórum einu sinni á veitingastað í Nice, Frakklandi og fengum okkur „crepes” þ.e. fylltar pönnukökur.

Palak Koftas (Kryddaðar spínatbollur)
Þetta er indversk uppskrift og nokkuð flókin en alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt og spennandi!!! Bollurnar eru frekar bragðmildar og henta því vel fyrir alla fjölskylduna.

Burrito
Ef Jóhannes fær að ráða hvað eigi að vera í matinn (hann fær stundum að ráða) þá segir hann án undantekningar „mmmm burritos”.

Spergilkáls- og blómkálsréttur í ofni
Ég fékk þessa uppskrift af netinu fyrir hundrað árum. Þetta er bara svona ódýr grænmetisréttur í miðri viku, engin flottheit, ekkert flókið, bara hollt og gott.

Súrsæt (sweet & sour) núðlusúpa
Þetta er eiginlega svona núðlusúpuréttur þ.e. bæði núðlusúpa og núðluréttur. Upphafleg uppskrift inniheldur ekki soba núðlur (úr bókhveiti) en það er hrikalega gott að hafa þær með.

Kjúklingabaunasúpa
Einfaldur, bragðgóður og fljótlegur matur, svoleiðis á hann að vera! Súpan er saðsöm og er sérlega ódýr sem er ekki amalegt fyrir svona hollan og góðan mat.

Sudusúpa (indversk fiskisúpa)
Eins og svo oft áður höfum við fengið frábæran mat hjá Helgu og Þórhalli vinafólki okkar, þau eru snilldarkokkar. Þessi uppskrift kemur frá indverskri kunningjakonu þeirra, Sudu að nafni.
