Vetur

Thailenskur kjúklingur í hnetusósu (Satay)
Þessi réttur er hreinn unaður. Hann er hitaeiningaríkur svo maður ætti nú bara að borða hann spari en hann er syndsamlega góður (ég borðaði hann með grænmeti og hann var dásamlegur).

Kitheri (afrískur pottréttur)
Þennan pottrétt smakkaði ég fyrst í Afríku (Kenya) árið 2005. Mér fannst hann hrikalega góður en eftir ótal ferðir

Sætar kartöflur bakaðar í ofni
Þetta er nú varla uppskrift því aðferðin er svo einföld að það er næstum því hlægilegt.

Thailensk núðlusúpa með rækjum
Þessi súpa er ægilega góð. Þetta er svolítill svindlmatur og ég kaupi yfirleitt ekki tilbúnar (hollar auðvitað) sósur en svona í miðri viku, eftir vinnu þá er maður bara svo oft upptekinn.

Grænmetisbaka
Þetta er fínindis baka, hægt að nota alls kyns grænmeti í hana og er því ódýr og sniðug. Svo er líka þægilegt að búa til böku og hita afganginn upp bara næsta dag.

Linsubaunabuff
Þessi uppskrift kemur úr uppskriftabókinni Grænn kostur Hagkaupa sem ég held mikið upp á. Það er upplagt að búa til fullt af buffum og frysta.

Kjúklingabaunabuff með hvítlaukssósu
Þessi uppskrift kemur upprunalega úr bók sem ég á sem heitir Delias Vegeterian Collection og er ein af uppáhalds uppskriftabókunum mí

Fyllt eggaldin
Þetta er mjög fínn réttur til að búa til í miðri viku því hann er fljótlegur, ódýr en um leið saðsamur. Nota má hýðishrísgrjón eða bygg í staðinn fyrir pasta.

Grænmetisborgarar án lauks
Mig vantaði uppskrift að einhverju sem var ekki of sterkt, ekki með lauk eða hvítlauk, eða tómötum því við vorum að fá mömmu og pabba mat.

Harissakjúklingur
Þessi uppskrift kemur úr bókinni okkar Moro. Moro er skrifuð af hjónum sem hafa ferðast um allan heim til að kynna sér ólíka matarmenningu og hefðir.
