Vetur

Kjúklingur með bönunum og rúsínum
Það hljómar kannski skrítið að setja hvítlauk, rúsínur og banana saman, en það er ferlega gott. Rétturinn verður ekki of sætur því hann er frekar mikið kryddaður.

Kashmiri kjúklingur
Þessi réttur er byggður á hefðbundinni uppskrift frá norður-Indlandi (eða svo stendur í kjúklingabókinni minni góðu). Frekar sterkur réttur en bragðgóður.

Fiskur með kókosflögum og basil
Ég hef notað frosinn þorsk í þennan rétt en það er miklu betra að nota ferskan þorsk. Er mér sagt.

Þorskur í ofni
Ég hef ekki borðað þorsk síðan sumarið 2003 þegar ég lenti í „atvikinu”. Við vorum með matarboð úti í garði í London í æðislegu veðri.

Suðrænn fiskiréttur
Þetta er voða einföld, holl og góð uppskrift, fín svona í miðri viku þegar tímaleysið háir okkur einna mest.

Mexikönsk ýsa
Nokkuð bragðmikill en afar góður fiskréttur, bakaður í ofni. Nota má steinbít, þorsk eða lúðu í stað ýsunnar. Best er að vera búin að útbúa salsasósuna með smá fyrirvara.

Helgukjúklingur (Tandoori kjúklingaréttur)
Þessi uppskrift kemur frá Helgu kunningjakonu minni í Englabörnunum sem fékk hana frá Erlu í Englabörnunum sem fékk hana frá.... o.s.frv.

Hnetusteik II
Þetta er hnetusteik sem ég hef stundum gert um jól og hún er frá Sólveigu á Grænum Kosti. Alveg stórgóð steik úr frábærri bók.

Hnetusteik
Þessi uppskrift kemur úr bók sem ég á sem heitir Green World Cookbook: Recipes from Demuths Restaurant og er uppskriftabók frá samnefndum grænmetisstað í Bath, Englandi.

Villisveppasósa
Þessi sósa passar einstaklega vel með karríhnetusteikinni en er mjög fín með öðrum mat líka.
