Jólauppskriftir

Litrík og falleg kaka, fín í hvaða veislu sem er

Dökk súkkulaðikaka (án súkkulaðis)

Þetta er bara ansi sniðug uppskrift. Þessi kaka inniheldur ekki súkkulaði eða kakó, ekkert smjör, ekkert hveiti, engan sykur, engan flórsykur og engan rjóma! Aðaluppistaðan er hnetur og carob.

Þó ekki sé það franskt þá er snittubrauðið engu að síður gott

Snittubrauð

Einfalt, fljótlegt og hollt snittubrauð. Þó að snittubrauðið sé ekki eins létt og loftkennt og út úr búð þá er það auðvitað í staðinn mun hollara!

Ís án mjólkur, aðaluppistaðan er cashewhnetur

Cashewís

Þetta er ægilega góður ís og hentar vel fyrir þá sem eru með mjólkuróþol eða vilja engar dýraafurðir og/eða eru jurtaætur (enska: vegan).

Mango chutney, frábært með indverskum mat

Mangomauk (mango chutney)

Ég er svo ótrúlega montin yfir að hafa búið til mango chutney og það eitt besta mango chutney sem ég hef smakkað.

Allt er vænt sem vel er grænt

Græni ísinn

Þessi ís er ofsalega hollur og góður. Svo er hann ljómandi fallegur á litinn svona fagurgrænn!! Það er ekki alltaf sem ísinn kemst alla leið í frystinn því blandan sjálf er svo fáránlega góð.

Syndsamlega góðir sesamtoppar með hlynsírópi

Sesamtoppar

Þessir eru hættulega góðir, svo góðir að mann langar ekkert að hætta að borða þá.

Frosin jesúterta, full af vítamínum en alger orkubomba

Frosin jesúterta

He he, fyndið nafn í ljósi þess að ég er minnst trúaða manneskja sem fyrir finnst.

Súkkulaðibiscotti, æði með kaffinu

Súkkulaði biscotti með möndlum og þurrkuðum kirsuberjum

Ég fann einhvern tímann uppskrift að súkkulaðibiscotti sem innihélt um 310 grömm af sykri. Ég lýg því ekki.

Súkkulaði tofubúðingur

Súkkulaðibúðingur (með tofu)

Já það er magnað að þessi búðingur sé hollur. Enginn rjómi, ekkert smjör, ekkert matarlím og aðeins 4 mtsk rapadura hrásykur.

Jógúrtís með ananas og kiwi

Jógúrtís með ananas og kiwi

Þetta er dálítið suðrænn ís þar sem í honum er meðal annars ananas og kiwi.

Syndicate content