Jólauppskriftir
Bláberja- og súkkulaðiís
Ohhh ég slefa við tilhugsunina. Bláber og súkkulaði , nammi namm. Þessi ís ætti eiginlega að heita andoxunarís með cashewhnetum.
Súkkulaðiávaxtakakan hennar Nigellu
Þessa uppskrift sendi Lísa Hjalt vinkona mín mér. Upprunalega er uppskriftin frá Nigellu Lawson en ég er búin að gera hana hollari.
Möndlukökur með súkkulaðikremi
Möndlur eru mjög kalk- og próteinríkar og macadamiahnetur innihalda holla einómettaða fitu, trefjar og einnig innihalda þær kalk og prótein.
Sörur
Þessar Sörur eru próteinríkar, kalkríkar, með hollri fitu, án smjörs og bara ansi sniðug viðbót við jólabaksturinn.
Franska súkkulaðikakan hennar Lísu
Lísa Hjalt vinkona mín er mögnuð kona og þriggja barna móðir, ein af þessum íslensku ofurkonum sem virðast geta allt.
Vanilluís
Þetta er ansi holl útgáfa af jóla-vanilluís. Það er enginn rjómi, engin egg og enginn hvítur sykur í ísnum. Ég notaði kókosolíu, agavesíróp og möndlumjólk. Döðlurnar gefa líka sætt bragð.
Franskar kartöflur
Bíðið við , franskar kartöflur á vef CafeSigrun er það ekki prentvilla? Er konan orðin klikkuð????
Pecankaka með súkkulaði- og cashewmauksfyllingu
Þessi er dásamlega holl og góð. Í pecanhnetum og cashewhnetum er holl fita sem hjálpar til við að halda hjartanu heilbrigðu.
Rabarbarasulta
Mér hefur eiginlega alltaf þótt rabarbarasulta vond. Þangað til ég gerði mína eigin (svona er ég nú óþolandi he he).
Möndlu- og kókoskaka með bláberjabotni
Þessi kaka er án glúteins og er mjög einföld í smíðum. Ég fann uppskriftina á vef konu sem heitir Jeena og ég held mikið upp á.