Haust

Gulrætur með afrískum áhrifum

Sambaro gulrætur frá Tanzaníu

Gulrætur og sætar kartöflur eru mikið notaðar sem meðlæti í Tanzaníu og reyndar víðar í Afríku og oftar en ekki er hráefnið kryddað aðeins en ekki bara borið fram soðið eins og til dæmis víða í Evrópu.

Swahilifiskur

Ofnbakaður Swahili fiskur með hnetusósu

Það eru sterk Swahili áhrif í þessum rétti en mikið er um fisk, engifer, hvítlauk, lauk og tómata við strendur Indlandshafs og víðar.

Tómatsúpa Höddu

Hadda Fjóla Reykdal hefur áður komið við sögu á CafeSigrun en hún er stúlkan sem hengdi miðann örlagaríka upp á korktöfluna í grafíkdeild Myndlista- og handíðaskólans.

Ekki kannski mest spennandi útlitslega en súpan er samt létt og holl

Naglasúpan ódýra

Þegar maður á lítið í ísskápnum en er svangur hvað gerir maður þá? Jú maður býr til naglasúpu. Uppskrift af naglasúpu er til á öllum heimilum og þetta er mín útgáfa.

Ein af uppáhaldssúpunum mínum þó ég segi sjálf frá

Gulrótar- og kókossúpa frá Zanzibar

Ég hef lengi leitað að uppskrift að gulrótar- og kókossúpu og er hér búin að búa til eina sem er blanda úr nokkrum uppskriftum.

Bauna- og spínatsúpa. Mengandi en góð.

Bauna- og spínatsúpa

Þessi súpa ætti eiginlega að heita prumpusúpa....baunir og spínat eru nokkuð góð ávísun á loftgang fram eftir degi en í staðinn hefur súpan það með sér að vera einstaklega holl.

Hálsbólgudrykkurinn fíni

Hálsbólgudrykkur

Ég krækti mér í svæsna hálsbólgu um daginn (sem er óvenjulegt því ég verð aldrei lasin) og vantaði eitthvað til að mýkja hálsinn sem var eins og sandpappír af grófleika 12.

Súpan frá 4 Market Place

Spergilkáls- og blaðlaukssúpan frá 4 Market Place kaffihúsinu, London

Maria og Pete vinafólk okkar ráku um árabil kaffihúsið 4 Market Place í miðborg London (rétt hjá þar sem við bjuggum).

Graskersmauk fyrir smáfólkið

Graskersmauk

Þetta mauk er sniðug viðbót fyrir ungbörnin því grasker er milt og gott og ekki of sætt. Það hentar vel sem grunnmauk sem maður getur fryst og bætt svo alls kyns hráefni út í.

Einfalda fiskisúpan

Einföld fiskisúpa

Þessi fiskisúpa er bæði einföld og ódýr og upplögð þegar maður á t.d. ýsusporð (ýsuafgang) í ísskápnum. Sem er oft einmitt í miðri viku.

Syndicate content