Haust
Hjónabandssælan hennar mömmu
Mamma mín heitin var afbragðs hjónabandssælubakari. Hún bakaði gjarnan á haustin og gaf til vina og ættingja sem fóru lukkulegir heim með hjónabandssælu undir arminn.
Ostakaka með rifsberjasósu
Það verður eiginlega að teljast ótrúlegt að þessi uppskrift er sú fyrsta sem ég geri á ævinni sem inniheldur rifsber. Ég hef aldrei búið til rifsberjahlaup, rifsberjasultu né nokkuð annað.
Pride uppskriftin 2016 (óbökuð kaka með salthnetu- og döðlubotni)
Á hverju ári núna í mörg ár hef ég útbúið Pride uppskrift til stuðnings margbreytilegu og alls konar fólki. Án fjölbreytileikans væri lífið afskaplega þurrt og leiðinlegt.
Rabarbaracrumble (rabarbaramylsnubaka)
Ég á algjörlega tröllvaxinn rabarbara. Svo tröllvaxinn að stönglarnir ná rúmum metra á hæð (mínus blöðin sem eru eins og regnhlífar að stærð).
Pride ísdrykkurinn
Þetta er sannkallaður gleðiísdrykkur, ég sé a.m.k. ekki að neinn geti verið stúrinn yfir að halda á glasi með regnboganum í!
Gulrótarkakan hans Alberts
Þessa uppskrift sendi notandi vefjarins, Albert Eiríksson mér og mælti með að ég prófaði. Sem ég gerði daginn eftir og sé ekki eftir því.
Rauðrófusalat - tvær útgáfur (krydduð og sæt)
Flestir Íslendingar þekkja rauðrófusalat sem gjarnan er borið fram á jólunum eða notað ofan á rúgbrauð ásamt t.d. síld.
Haust
Mér þykir alltaf óskaplega vænt um haustið...kannski af því mér finnst litirnir í kringum mig vera svo fallegir og haustið þýðir líka að eftir sólríkt sumar (stundum) er komið að heitu súpunum, o
Amerískir bláberja- og pecanhnetumuffins
Þessi muffinsar eru reglulega góðir. Það er eitthvað svo unaðslega frábært við bakaðar pecanhnetur og bláber, samsetningin er bara hreint út sagt ómótstæðileg.
Ananas- og bláberjadrykkur
Þessi bláberjadrykkur (smoothie) er sannkallaður vítamíndrykkur. Í bláberjum eru sterk andoxunarefni, B og C vítamín ásamt kalín og kalki og fleira.
Ananas- og rauðrófusalat frá Naivasha
Þetta salat fékk ég fyrst í Naivasha sem er í Kenya, fyrir norðan Nairobi.
Appelsínu, gulrótar og engifersdrykkur
Þessi drykkur er fullur af C vítamíni og er hreinsandi líka. Engiferið róar magann og oft hefur engifer verið talið betra en sjóveikistöflur þegar maður er sjóveikur.
Austur-afrísk grænmetissúpa með hnetum og sætum kartöflum
Þessi súpa er rosa fín og matarmikil. Ég held að það sé ekki til fullkomnari haustsúpa, svei mér þá.
Bakaðar sætar kartöflur með osti og tómatsalsa
Þessi uppskrift er nánast beint upp úr ofsalega góðri bók sem ég á og heitir Gluten-free Cooking. Mæli með henni fyrir þá sem þurfa að passa glútein í mat.
Bauna- og spínatsúpa
Þessi súpa ætti eiginlega að heita prumpusúpa....baunir og spínat eru nokkuð góð ávísun á loftgang fram eftir degi en í staðinn hefur súpan það með sér að vera einstaklega holl.
Berja- og tofudrykkur
Þessi berjadrykkur (smoothie) er stútfullur af hollustu eins og andoxunarefnum úr berjunum ásamt próteinum, járni og C vítamíni. Mmmmmmm.
Bláberja- og bananaís
Bláber og bananar. Namm. Þessi ís er mjólkurlaus og eggjalaus og hentar því vel fólki með þess konar óþol..hann er líka góður þó maður hafi ekkert óþol og er sérlega hollur.
Bláberja- og perudrykkur
Perur hafa hreinsandi eiginleika og bláber eru hollustuheimsmeistarar, full af andoxunarefnum og járni. Þetta er sannkallaður hollustudrykkur og upplagt að nota bláberin úr berjamó haustsins.
Bláberja- og súkkulaðiís
Ohhh ég slefa við tilhugsunina. Bláber og súkkulaði , nammi namm. Þessi ís ætti eiginlega að heita andoxunarís með cashewhnetum.
Bláberja- og valhnetumuffins
Þessa uppskrift fann ég í Living etc. (húsablað) sem ég var áskrifandi að hérna í London (einn kosturinn við að búa í London er að maður getur verið áskrifandi að fullt af blöðum fyrir lítinn pening.
Bláberjadrykkur með kókosvatni
Hvað get ég sagt ...ef keppt væri í hollustu drykkja (svona eins og í t.d. 100 m hlaupi) þá væri þessi drykkur í fyrsta sæti (og sennilega öðru og þriðja líka).
Bláberjagrautur
Þessi uppskrift er tilvalin í berjavertíðinni. Það er ekkert betra en að nota fersk bláber í matinn sinn, hvað þá fyrir litlu börnin.
Bláberjaísterta
Hafið þið einhvern tímann spáð í hvort að bláber haldi fegurðarsamkeppni? Ég gat ekki annað eftir einn berjamóinn. Ég valdi þátttakendur í keppnina og við Jóhannes dæmdum.
Bláberjaostakaka
Þessi uppskrift er nánast sú sama og að Ostakökunni með gríska jógúrtinu og pistachiohnetunum hérna á síðunni. Athugið að best er að útbúa kökuna deginum áður og leyfa henni að kólna í 12 klst.
Bláberjate
Bláber eru flokkuð sem súperfæða (ofur holl) og ekki að undra þar sem þau eru algjörlega pakkfull af andoxunarefnum og vítamínum.
Blandað grænmeti
Þegar tíminn er naumur (eins og alltaf þegar maður er með smábarn á handleggjunum) getur verið gott að mauka mikið magn í einu og frysta. Það sparar manni ómældan tíma.
Blaðlauks- og kartöflumaukssúpa
Þessi súpa er einföld, bragðgóð og ódýr og alveg upplögð í lok mánaðarins þegar buddan er farin að léttast. Súpan hentar vel þeim sem hafa mjólkuróþol sem og glúteinóþol.
Blómkáls- og kartöflusúpa
Þessi súpa er fullkominn að hausti þegar maður getur notað fínu nýju kartöflurnar og ef maður býr svo vel að eiga blómkál úr garðinum þá er það sko ekki verra.
Blómkálssúpa
Uppskrift þessi er afar einföld og um leið létt og ódýr og eiginlega það ódýr að kalla mætti súpuna Kreppusúpu.
Brauð með sætum kartöflum, kornmjöli og hirsi
Ég bjó til þetta brauð úr afgöngum sem ég átti úr sætum kartöflum. Brauðið er trefjaríkt og ríkt af C vítamíni en verður svolítið þurrt á öðrum degi.
Chili non carne (chillipottréttur með sojakjöti)
Þessi réttur lætur ekki mikið yfir sér, en er mjög góður og einfaldur, upplagður í miðri viku. Best er að gera svolítið stóran skammt og taka með sér í nestisboxið eða borða í hádegismat heima.
Dhal (baunasúpa) með graskeri og kókosmjólk
Haldið þið ekki að gasið á eldavélinni hafið klárast akkúrat þegar ég var að búa til þennan rétt. Það voru um 20 mínútur eftir af eldunartímanum.
Eggaldin- og tómataofnréttur frá Kenya
Eggaldin og tómatar eru mikið notað hráefni í Kenya og þessi réttur er svona ekta heimilismatur (hjá þeim sem eiga á annað borð eldavél!) og vel seðjandi með góðu brauði.
Hnetu- og karríborgarar
Þetta eru aldeilis fínir grænmetisborgarar og eru í ætt við karríhnetusteikina hérna á vefnum.
Bláberja- og bananaís
Bláber og bananar. Namm. Þessi ís er mjólkurlaus og eggjalaus og hentar því vel fólki með þess konar óþol..hann er líka góður þó maður hafi ekkert óþol og er sérlega hollur.