Detox

Grænar og vænar límónukökur, afskaplega hressandi og góðar

Límónu- og macadamiakökur

Macadamiahnetur minna mig alltaf á Afríku og þá sérstaklega Kenya því í hvert skipti sem ég fer þangað kaupi ég hrúgu af macadamiahnetum enda eru þær ódýrar þar.

Blómkálssúpa, upplögð með haustinu

Blómkálssúpa

Uppskrift þessi er afar einföld og um leið létt og ódýr og eiginlega það ódýr að kalla mætti súpuna Kreppusúpu.

Einn hollasti drykkur sem til er

Bláberjadrykkur með kókosvatni

Hvað get ég sagt…...ef keppt væri í hollustu drykkja (svona eins og í t.d. 100 m hlaupi) þá væri þessi drykkur í fyrsta sæti (og sennilega öðru og þriðja líka).

Afar hollur og frískandi drykkur

Krækiberja- og engiferdrykkur

Þessi drykkur er ferskur og frísklegur og upplagður á haustin þegar maður á krækiber.

Sumarlegt og hollt salat

Sumarlegt salat með appelsínum og vatnsmelónu

Þegar maður borðar þetta salat finnur maður eiginlega hollustuna streyma um sig enda er salatið algjör heimsmeistari í hollustu. Svo getur maður skipt út hráefni og bætt við.

Lítríkt og hollt salat

Avocado- og melónusalat með sítrónugrass-jógúrtsósu

Algjört dásemdar sumarsalat. Cantaloupe melónur eru pakkfullar af Beta Carotene (sem umbreytist í A vítamín í líkamanum) og C vítamínum og eru sérlega góðar fyrir heilsu augnanna.

Afríka í skál

Ávaxtasalat frá Afríku

Á öllum hótelum sem ég hef komið á í Austur Afríku (og þau eru mörg) er borið fram einhvers konar ávaxtasalat í bland við kökur og pönnukökur og fleira góðgæti fyrir svanga ferðamenn.

Holl og góð salatsósa

Epla- og tamarisósa (dressing)

Þessi tamarisalatsósa (dressing) er fín yfir salöt og alls kyns borgara og grillmat. Hún er algjörlega fitulaus og hentar því vel fólki sem vill fá bragðgóða salatsósu en ekki of hitaeiningaríka.

Kókosbananar með afrískum áhrifum

Kókosbananar með afrískum áhrifum

Afbragðsgott sem meðlæti með krydduðum mat t.d. indverskum og thailenskum en einnig hentar hann vel með bragðmiklum afrískum mat.

Ferskur og góður sumardrykkur

Myntu-, kiwi- og ananasdrykkur

Þessi uppskrift er úr bókinni Lean Food sem er úr The Australian Women’s Weekly seríunni sem ég held mikið upp á.

Syndicate content