Appelsínu- og kanilte

Þetta te er eitt af mínum uppáhaldsdrykkjum og er bæði hreinsandi og auðvitað koffeinlaust. Ferskur og hollur drykkur og upplagður þegar mann langar í eitthvað heitt, hollt og mátulega sætt. Mér finnst einstaklega gott að drekka þetta te þegar fer að kólna í veðri og ekki síst þegar nær dregur jólum en það er svolítið jólabragð af teinu.


Appelsínu- og kanilte, kryddað og frísklegt

Þessi uppskrift er:

 • Án glúteins
 • Án mjólkur
 • Án eggja
 • Án hneta
 • Vegan

Appelsínu- og kanilte

Fyrir 2

Innihald

 • 500 ml vatn
 • 1 kanilstöng
 • 10 sm bútur af appelsínuberki. Gætið þess að hvíti hlutinn fari ekki með (hann er bitur á bragðið)
 • 1 tsk safi úr appelsínu
 • 1 tsk agavesíróp eða hunang

Aðferð

 1. Sjóðið vatnið og bætið kanilstönginni og berkinum út í.
 2. Látið malla í pottinum í 5-7 mínútur. Sigtið allt í gegnum sigti og ofan í bolla (mér finnst allt í lagi þó teið sé svolítið gruggugt).
 3. Bætið appelsínusafanum og agavesírópinu saman við.
 4. Látið standa í um 5 mínútur og drekkið.

Gott að hafa í huga

 • Skreyta má bollann með appelsínusneið.
 • Nota má sítrónu í staðinn fyrir appelsínu og er þá gott að bæta um teskið til viðbótar af agavesírópi út í.
 • Ég nota yfirleitt agavesíróp en nota má acacia hunang eða eitthvað annað hunang sem ykkur þykir gott.
   

Ummæli um uppskriftina

Engin ummæli hafa verið rituð

Skrifa ný ummæli

Vinsamlegast athugið að reiti merkta með * þarf að fylla út.
 
Innihald þessa svæðis verður ekki sýnilegt almenningi.
Þessi spurning hér að neðan er til að varna því að spamvélar geti sett inn sjálfvirkar færslur.
Vinsamlegast leggðu saman tölurnar og skrifaðu niðurstöðurnar. T.d. fyrir einn plús þrír, skaltu skrifa 4.
sex plús þrettán eru