Appelsínu- og kanilte

Þetta te er eitt af mínum uppáhaldsdrykkjum og er bæði hreinsandi og auðvitað koffeinlaust. Ferskur og hollur drykkur og upplagður þegar mann langar í eitthvað heitt, hollt og mátulega sætt. Mér finnst einstaklega gott að drekka þetta te þegar fer að kólna í veðri og ekki síst þegar nær dregur jólum en það er svolítið jólabragð af teinu.


Appelsínu- og kanilte, kryddað og frísklegt

Þessi uppskrift er:

  • Án glúteins
  • Án mjólkur
  • Án eggja
  • Án hneta
  • Vegan

Appelsínu- og kanilte

Fyrir 2

Innihald

  • 500 ml vatn
  • 1 kanilstöng
  • 10 sm bútur af appelsínuberki. Gætið þess að hvíti hlutinn fari ekki með (hann er bitur á bragðið)
  • 1 tsk safi úr appelsínu
  • 1 tsk agavesíróp eða hunang

Aðferð

  1. Sjóðið vatnið og bætið kanilstönginni og berkinum út í.
  2. Látið malla í pottinum í 5-7 mínútur. Sigtið allt í gegnum sigti og ofan í bolla (mér finnst allt í lagi þó teið sé svolítið gruggugt).
  3. Bætið appelsínusafanum og agavesírópinu saman við.
  4. Látið standa í um 5 mínútur og drekkið.

Gott að hafa í huga

  • Skreyta má bollann með appelsínusneið.
  • Nota má sítrónu í staðinn fyrir appelsínu og er þá gott að bæta um teskið til viðbótar af agavesírópi út í.
  • Ég nota yfirleitt agavesíróp en nota má acacia hunang eða eitthvað annað hunang sem ykkur þykir gott.