Ananas- og bláberjadrykkur

Þessi bláberjadrykkur (smoothie) er sannkallaður vítamíndrykkur. Í bláberjum eru sterk andoxunarefni, B og C vítamín ásamt kalín og kalki og fleira. Í ananas er hellingur af C vítamíni, fólinsýru, A vítamíni og B vítamínum, kalín og kalki, magnesíum og fleira. Ananas inniheldur einnig ensímið bromelain sem hjálpar við niðurbrot á próteinum og er því gott fyrir meltinguna. Svo er drykkurinn ansi bragðgóður í þokkabót!

Athugið að þið þurfið blandara til að útbúa þennan drykk.

Þessi uppskrift er:

 • Án glúteins
 • Án mjólkur
 • Án eggja
 • Án hneta
 • Vegan

Ananas- og bláberjadrykkur

Fyrir 2-3

Innihald

 • Nokkrir ísmolar
 • 200 ml hreinn ananassafi
 • 150 g fersk bláber
 • 100 ml sojajógúrt (eða hrein jógúrt/AB mjólk)
 • 1 vel þroskaður, stór banani
 • 1 msk hreint agavesíróp eða hlynsíróp (enska: maple syrup) ekki víst að þurfi

Aðferð

 1. Setjið ísmolana í blandarann og hellið svolitlu af safanum út á. Blandið í nokkrar sekúndur.
 2. Bætið banananum út í ásamt sojajógúrti og blandið vel í um 5 sekúndur.
 3. Bætið bláberjum og ananassafa saman við og blandið í um 5 sekúndur.
 4. Smakkið til með agavesírópi eða hlynsírópi ef þarf.
 5. Bætið við meira af jógúrti eða safa ef þarf.

Gott að hafa í huga

 • Fyrir þynnri útgáfu af drykknum má nota sojamjólk í stað sojajógúrts.
 • Nota má fersk eða frosin bláber.
 • Drykkinn er best að drekka strax.

Ummæli um uppskriftina

Engin ummæli hafa verið rituð

Skrifa ný ummæli

Vinsamlegast athugið að reiti merkta með * þarf að fylla út.
 
Innihald þessa svæðis verður ekki sýnilegt almenningi.
Þessi spurning hér að neðan er til að varna því að spamvélar geti sett inn sjálfvirkar færslur.
Vinsamlegast leggðu saman tölurnar og skrifaðu niðurstöðurnar. T.d. fyrir einn plús þrír, skaltu skrifa 4.
fjórir plús þrettán eru